Fólk fast í skíðalyftu

Frá Hlíðarfjalli. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti
Frá Hlíðarfjalli. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti mbl.is/Skapti

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri var kölluð út fyrir skömmu vegna bilunar í stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Töluverður fjöldi fólks situr fastur í lyftunni en rúmur kklukkutími er frá því lyftan stoppaði. Þá er talið að nokkur stund muni líða þar til öllum hefur verið hjálpað úr lyftunni.

Björgunarsveitarmenn úr Súlum, sem voru á svæðinu, hafa hafið aðgerðir til aðstoðar fólkinu og fleiri eru á leiðinni með þann búnað sem til þarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert