Vegarlagning kann að hafa áhrif á erni

Hafernir í hreiðri.
Hafernir í hreiðri. mbl.is/RAX

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að vegagerð milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði í Reykhólahreppi og Vesturbyggð skuli háð mati á umhverfisástæðum. Ástæðan er sú að framkvæmdinni kunna að fylgja umtalsverð umhverfisáhrif.

„Niðurstaða Skipulagsstofnunar byggir á því að framkvæmdin er umfangsmikil, sem að hluta fer fram innan svæða sem njóta ýmiss konar verndar og kann að rýra verndargildi þeirra og hafa verulega neikvæð og varanleg áhrif á gildi þeirra. Þá kunna ernir að verða fyrir neikvæðum áhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda og framkvæmdin kann að hafa verulega neikvæð áhrif á landslagsásýnd svæðisins,“ segir m.a. í niðurstöðu Skipulagsstofnunar.

Um er að ræða 24 km langan kafla Vestfjarðavegar og er gert ráð fyrir byggingu brúa yfir Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Meginhluta leiðarinnar á vegurinn að liggja í núverandi vegstæði nema fyrir botna fyrrnefndra fjarða. Stytting leiðarinnar verður 5-9 km eftir því hvar Mjóifjörður verður þveraður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert