Andlát: Benedikt S. Benedikz

Benedikt Sigurður Benedikz
Benedikt Sigurður Benedikz mbl.is

Bene­dikt Sig­urður Bene­dikz bóka­vörður lést í Bir­ming­ham á Englandi 25. mars sl.

Hann fædd­ist 4. apríl 1932 í Reykja­vík, son­ur Ei­ríks Bene­dikz og Marga­ret Bene­dikz. Bene­dikt stundaði nám við há­skól­ann í Oxford, Pen­broke Col­l­e­ge, og lauk þaðan MA-prófi 1958. Hann hlaut Diploma in Li­br­ari­ans­hip við Uni­versity Col­l­e­ge í Lund­ún­um 1959, fyrst­ur Íslend­inga. Hann varð síðan dr. phil. frá há­skól­an­um í Bir­ming­ham 1979. Bene­dikt vann við aðfanga­deild há­skóla­bóka­safns­ins í Dur­ham 1959-67 og var kenn­ari við þann skóla. Hann var bóka­vörður við há­skól­ann í Ul­ster 1968-71. Frá 1973 til starfs­loka var hann bóka­vörður við há­skól­ann í Bir­ming­ham og kenndi líka hand­rita­fræði. Bene­dikt var fé­lagi í lær­dóms­fé­lög­un­um Society of Ant­iquaries og Royal Historical Society. Eft­ir hann liggja mörg rit, þýðing­ar og grein­ar.

Þegar Bene­dikt var að al­ast upp dvald­ist hann lang­dvöl­um hjá afa sín­um Bene­dikt S. Þór­ar­ins­syni (1861-1940) kaup­manni og bóka­safn­ara. Vafa­laust má rekja hinn mikla bóka­áhuga hans til þess­ara ára. Þó að hann byggi í Englandi nærri allt sitt líf lét hann sér mjög annt um ís­lensk bóka- og hand­rita­söfn og þá sér­stak­lega Bene­dikts­safn, sem svo er kallað, hið mikla bóka­safn sem afi hans gaf Há­skóla Íslands áður en hann lést og er nú varðveitt sem sérsafn í Lands­bóka­safni. Bene­dikt sendi safni afa síns bæk­ur, hand­rit og pen­inga.

Árið 1964 kvænt­ist Bene­dikt Phyll­is Mary og eignuðust þau þrjú börn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert