Varðskip eltir nú smyglskútuna djúpt úti af Suðausturlandi. Búist er við að það komi að skútunni í kvöld. Skútan er komin yfir miðlínu milli Íslands og Færeyja og en þó ekki farin framhjá Færeyjum. Landhelgisgæslan býst við að reynt verði að færa skútuna til hafnar á Íslandi.
Skútan mun vera skráð erlendis. Ekki mun vera ljóst hvaðan skútan sigldi til Íslands. Ekki er heldur vitað hvað margir eru um borð í skútunni.