Báðir smyglbátarnir voru leigðir

Slöngubáturinn er knúinn aflmikilli utanborðsvél og því hraðskreiður.
Slöngubáturinn er knúinn aflmikilli utanborðsvél og því hraðskreiður. AS

Hraðbáturinn sem þremenningarnir notuðu til að sækja fíkniefnin hefur verið til sölu hjá Íspörtum. Hann er af gerðinni Valiant DR 620, árgerð 2007, og með 175 hp Mercury Optimax utanborðsvél, siglingatækjum, talstöð o.fl. Ásett verð var 4,5 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá Íspörtum var báturinn leigður á fimmtudag í síðustu viku til köfunar vestur á fjörðum. Skila átti bátnum á sunnudagskvöld.

Skútan Sirtaki var leigð af belgísku bátaleigunni Channel Sailing í borginni Jabbeke. Hún er af gerðinni Océanis 43, 13,10 m löng og með 54 hestafla hjálparvél. Skútan var smíðuð í fyrra, getur rúmað 8-10 manns og er mjög vel útbúin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka