Eru á leið í land

mbl.is/Helgi Garðarsson

Belgíska seglskútan Sirtaki er komin til hafnar á Eskifirði og að sögn fréttaritara Morgunblaðsins sem er á staðnum er verið að flytja þremenningana sem voru um borð í skútunni í land. Skútan kom í fylgd varðskipsins Týs til hafnar. Væntanlega verður óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum í dag.

Þrír menn voru um borð í skútunni þegar sérsveitarmenn fóru um borð í hana í fyrrakvöld, tveir Íslendingar og einn Hollendingur.

Áhöfn íslensks fiskiskips sem var að veiðum suðaustur af landinu á laugardaginn gerði lögreglunni viðvart um ferðir Sirtaki sem þá var á leið til landsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þótti sjómönnunum grunsamlegt að sjá skútu á þessum slóðum á þessum árstíma.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði á blaðamannafundi í gær að aðgerðirnar, sem leiddu til handtöku sex manna og haldlagningar 109 kg af fíkniefnum, hefðu verið í tengslum við rannsókn sem fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tollgæslan hefðu unnið að í sameiningu í allnokkurn tíma.

Lögreglumenn ganga í land, ásamt þremenningunum sem um borð voru.
Lögreglumenn ganga í land, ásamt þremenningunum sem um borð voru. mbl.is/Helgi Garðarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka