Í gæsluvarðhald til 12. maí

Þremenningarnir sjást hér ganga úr Varðskipinu Tý á Eskifirði í …
Þremenningarnir sjást hér ganga úr Varðskipinu Tý á Eskifirði í fylgd lögreglu. mbl.is/Helgi Garðarsson

Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði í dag þrjá karlmenn, sem voru um borð í belgísku skútunni Sirtaki, í gæsluvarðhald til 12. maí. Þeir hafa verið yfirheyrðir og verða væntanlega fluttir á Litla-Hraun síðar í dag.

Skútan var notuð til að smygla 109 kílóum af fíkniefnum til Íslands um helgina. Hún kom til hafnar á Eskifirði í morgun. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað verður um hana samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Þrír menn voru handteknir í fyrradag og voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. Þrír menn voru um borð í Sirtaki þegar sérsveitarmenn fóru um borð í skútuna í fyrrakvöld, tveir Íslendingar og einn Hollendingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka