Margir vilja kaupa skútuna

Skútan sést hér budin við varðskip Gæslunnar.
Skútan sést hér budin við varðskip Gæslunnar. mbl.is/Helgi Garðarsson

Belgíska bátaleigan Channel Sailing, eigandi smyglskútunnar Sirtaki, hefur fengið fyrirspurnir frá áhugasömum kaupendum á Íslandi um hvort skútan sé föl. Einnig hafa íslenskir fjölmiðlar haft samband. Fyrirtækið hafði þó ekkert heyrt frá íslenskum yfirvöldum síðdegis í gær vegna málsins og voru menn þar nokkuð áhyggjufullir vegna afdrifa bátsins og mögulegs tjóns af málinu. Skútunni var siglt þöndum seglum frá Eskifirði í gær í öruggari höfn.

Samkvæmt upplýsingum frá bátaleigunni tók hollenskur maður skútuna á leigu í Zeebrügge 11. apríl s.l. Skútan var leigð í tvær vikur og var leiguverðið 3.400 evrur, eða rúmar 570 þúsund krónur. Leigjandinn kvaðst ætla að sigla til suðurstrandar Englands, London eða Hollands og fékk sjókort af því svæði. Trygging skútunnar gildir ekki fyrir norðan 63°N. Stefnumótsstaður skútunnar og hraðslöngubátsins var 15-20 sm suður af Papey og því norðan við þau mörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert