Seyðfirðingar vilja Japsý áfram

Japsý Jacob
Japsý Jacob mbl.is

Íbúar Seyðisfjarðar hafa tekið höndum saman í óvenjulegri undirskriftasöfnun því þeir beita sér nú fyrir því að einum bæjarbúanum verði ekki vísað úr landi. Japsý Jacob flutti til Seyðisfjarðar frá Indlandi í marsmánuði árið 2007 og hefur síðan unnið hug og hjarta bæjarbúa. En nýlega barst henni bréf þess efnis að hún yrði að yfirgefa landið þar sem hún hefði hér ekki dvalarleyfi.

Seyðfirðingar hafa hinsvegar tekið mál Japsýar upp á sína arma, nú þegar hafa yfir 300 undirskriftir safnast henni til stuðnings sem nemur rúmlega helmingi fullorðinna bæjarbúa, auk þess sem stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem vakin er athygli á máli hennar.

„Ekkert okkar hefur þurft að líða vegna veru hennar hér,“ segir á síðunni. „Þvert á móti hefur glaðlyndi hennar og vinsemd fært okkur mikla gleði og ánægju. Hún er nágranni okkar og vinkona. Hún er ein af okkur. Japsý vill búa hér.“

Síðan Japsý flutti til Seyðisfjarðar hefur hún sett svip sinn á bæinn, meðal annars með því að bjóða upp á ayurivediskt nudd sem bæjarbúar hafa notið góðs af.

Japsý er 26 ára gömul og er fædd og uppalin á Indlandi en hefur búið á Seyðisfirði frá árinu 2007.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka