Klósettferðir angra íbúa

00:00
00:00

Deila um kló­sett hef­ur orðið til þess að ekki hef­ur verið hægt að búa í ósamþykktri kjall­ara­í­búð við Bergþóru­götu í eitt og hálft ár. Íbúar á efri hæðum húss­ins vildu loka kló­sett­inu sem er í sam­eign en töpuðu mál­inu fyr­ir úr­sk­urðar­nefnd fjöleign­ar­húsa. Nú er deilt um sturtuaðstöðu. Sig­ur­björn Svan­bergs­son sem sit­ur í stjórn hús­fé­lags­ins seg­ir að síðasti leigj­andi hafi farið dag­lega í sturtu og við það hafi gosið upp fúkka­lykt og ann­ar óþefur sem hafi verið öll­um til ama. Þá hafi ekki verið pláss til að þurrka sér og hann því skot­ist nak­inn í gegn­um sam­eign­ina.

Kló­settið er nú í niðurníðslu og eig­end­ur íbúða á efri hæðum vilja ekki leggja til fé til að gera það upp.

Leó Ólason eig­andi kjall­ara­í­búðar­inn­ar íhug­ar að fara með málið fyr­ir dóm­stóla.  Íbú­arn­ir hafa boðist til að borga hluta af kostnaði við að flytja sal­ern­isaðstöðu inn í íbúðina enn eig­and­inn hef­ur ekki fall­ist á það.

Eig­andi kjall­ar­ans og talsmaður hús­fé­lags­ins eru ekki sam­mála um hvort þetta sé dæmi um und­ar­leg fast­eignaviðskipti sem blómstruðu í góðær­inu meðan eft­ir­spurn eft­ir íbúðum í miðbæn­um var mik­il. Sjá mbl sjón­varp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert