Þingmenn læra góða siði

Tryggvi Þór Herbertsson segist ekki vera sérstaklega hress með þá ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að afnema bindisskylduna en þingmenn þurfa ekki lengur að bera hálsbindi í þingsal.

Nýir þingmenn sóttu námskeið í siðum og venjum á Alþingi í dag og lærðu um kurteisi og snyrtilegan klæðaburð og hvernig ávarpa skuli þingmenn og ráðherra úr ræðustól Alþingis.

Sitt sýnist hverjum um bindisskylduna.

Tryggvi Þór á skoðanabróður í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins sem sagðist almennt vera frekur hlynntur því að halda í gamlar hefðir.

Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar sem hafði andmælt bindisskyldunni var hinsvegar hæstánægður með árangurinn en næst vill hann setja spurningamerki við ávarpið hæstvirtur ráðherra og háttvirtur þingmaður sem honum finnst frekar úrelt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka