Ísland á möguleika á að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu, ESB, á þessu ári. Ljóst er þó að Króatía, sem óskað hefur eftir að verða aðildarríki árið 2011, kemst fyrr inn í ESB. Þetta sagði Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála sambandsins, á ráðstefnu í Brussel í dag.
Á ráðstefnunni sagði Olli Rehn alveg ljóst að Króatía yrði 28. aðildarríkið. Jafnvel þótt sá „fræðilegi möguleiki“ kæmi upp að bæði löndin fengju aðild sama dag. Króatía, sem nefnist Croatia á ensku, yrði á undan þar sem farið yrði eftir stafrófsröð.