Dæmt í skaðabótamáli vegna gæsluvarðhalds

Sirtaki
Sirtaki mbl.is/Helgi Garðarsson

Í dag verður kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í skaðabótamáli sem karlmaður höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í nokkra mánuði árið 2007 í tengslum við innflutning á fjórum kg af kókaíni hingað til lands. Í héraðsdómi í júlí 2007 var maðurinn sýknaður af ákæru um innflutninginn. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að innflutningi á rúmlega 100 kg af fíkniefnum á Austurlandi í apríl.

Eins og fram hefur komið lagði lögreglan hald á rúmlega 100 kíló af fíkniefnum á Austurlandi í apríl. Um er að ræða amfetamín, marijúana, hass og e-töflur. Um helmingur fíkniefnanna reyndist vera amfetamín, eða 55 kg. Einnig var mikið af marijúana, eða 34 kg, og hassi, eða 19,5 kg. E-töflurnar voru rúmlega 9.400 talsins.

Fíkniefnin voru haldlögð á Austurlandi, líkt og fram hefur komið, en talið er að þau hafi verið flutt hingað með seglskútunni Sirtaki. För skútunnar var stöðvuð djúpt út af SA-landi eftir mikla eftirför. Sex karlar sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka