Með skammbyssu í Skeifunni

Töluverður viðbúnaður var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að tilkynning barst um mann með skammbyssu í Skeifunni í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fjögur. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út og handtók hún manninn. Hann veitti ekki mótspyrnu og reyndist byssan óhlaðin.

Maðurinn hafði ekki haft í hótunum við fólk en lögregla tók þó á málinu af fullri alvöru. Svo virðist sem um einhvers konar vitleysisgang hafi verið að ræða en maðurinn sagðist hafa verið a leið á grímuball. 

Einnig var brotist inn í Aktu taktu í Garðabæ í nótt. Þjófurinn komst undan með lítil verðmæti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert