Fjölgun í selalauginni

Esja með kópinn.
Esja með kópinn.

Það fjölgaði í selalauginni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær þegar urtan Esja kæpti selkópi. Esja er landselur líkt og aðrir selir garðsins og kæpa landselsurtur á vorin en útselir sem einnig kæpa við Íslandsstrendur kæpa á haustin. 

Við kæpingu vega kóparnir um 15 kg en eru fljótir að þyngjast enda er urtumjólk mjög fiturík. Þeir eru á spena í um fjórar vikur og á þeim tíma hafa þeir yfirleitt tvöfaldað þyngd sína. Kóparnir missa hvít fósturhár sín við kæpingu og eru því syndir strax og eru duglegir að fylgja mæðrum sínum eftir.

Starfsfólk garðsins bíður nú spennt eftir að sjá hvort urturnar Kobba og Særún fylgi ekki örugglega í kjölfar Esju og kæpi áður en langt um líður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert