Ein mikilvægasta rannsóknin í Evrópu

Eva Joly segir nauðsynlegt að setja meiri kraft í rannsókn …
Eva Joly segir nauðsynlegt að setja meiri kraft í rannsókn sérstaks saksóknara. Ómar Óskarsson

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara sem rannsakar bankahrunið frá í haust, segir rannsóknina eitt mikilvægasta rannsóknarmál í allri Evrópu um þessar mundir. Ekki sé hægt að komast áfram í því ef ekki verða lagðar frekari fjárveitingar til þess.

Þetta kom fram í viðtali við hana í Kastjósi Sjónvarps í kvöld. Joly gagnrýndi hversu fáliðað embætti sérstaks saksóknara væri, fjölga þyrfti lögfræðingum úr fimm í tíu auk þess sem ráða þyrfti endurskoðendur til embættisins. Þá sagðist hún hafa sagt stjórnvöldum að leggja þyrfti 3 milljónir evra til rannsóknarinnar til að hún bæri árangur. Aðeins hefði verið lagður fram um þriðjungur þeirrar fjárhæðar.

Hún bætti því við að hún teldi rangt að einblína of mikið á kostnað vegna rannsóknarinnar því ef hún muni bera árangur þá verði hægt að sækja fjármuni sem hafi verið faldir, stolið eða komið undan með öðrum hætti. Þannig myndi rannsóknin skila aftur þeim kostnaði sem við hana yrði, og gott betur til.

Joly óttast að rannsóknin muni ekki bera árangur ef ekki verður settur meiri kraftur í hana. „Þá munum við enda uppi með einhver leyst mál en það er mikilvægt að ná heildarmyndinni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka