Eva Joly íhugar að hætta

00:00
00:00

Eva Joly er sögð  íhuga að hætta ráðgjöf fyr­ir sér­stak­an sak­sókn­ara í rann­sókn um banka­hrunið.  Fund­ir henn­ar með sak­sókn­ar­an­um og fleir­um í dag ráða úr­slit­um um fram­hald máls­ins, sam­kvæmt heimld­um frétta­stofu mbl.is.

Norsk-franski sak­sókn­ar­inn hef­ur sam­kvæmt sömu heim­ild­um gert mönn­um grein fyr­ir óánægju sinni, en henni finnst sem ekk­ert til­l­lit hafi verið tekið til ráðgjaf­ar henn­ar eða eft­ir neinu farið sem hún hef­ur lagt til.

Þá hef­ur Eva enga skrif­stofuaðstöðu á Íslandi. Meðal þess sem Eva hef­ur lagt til er að ráðnir verði er­lend­ir sér­fræðing­ar og end­ur­skoðend­ur að rann­sókn­inni en hún hef­ur bent á að fá­mennið hér geri það að verk­um að ansi marg­ir séu van­hæf­ir til að fjalla um málið. Hún er enn sem komið er eini er­lendi sér­fræðing­ur­inn. Þá vill hún að bók­hald bank­anna verði hald­lagt og rann­sakað frá grunni en ekki látið nægja að rann­saka ein­stök mál, eins og fram hef­ur komið í fyr­ir­lestri henn­ar um reynsl­una af slík­um  mál­um í Frakklandi.

Ólaf­ur Þór Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari, sagði í gær þegar mbl spurði hvort embættið  hefði haft bol­magn til að fara í fullu og öllu að ráðgjöf Evu Joly, að hann gæti ekki gefið upp­lýs­ing­ar um það, það væru hástrategísk­ar upp­lýs­ing­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert