Ríkisstjórn styður Joly

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag að stjórn­völd muni gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til að tryggja að Eva Joly fái þá starfsaðstöðu sem hún tel­ur sig þurfa. Sagði Jó­hanna að full­kom­in samstaða sé um þetta í rík­is­stjórn­inni. 

„Þetta er grund­vall­ar­atriði og ég tel hverri ein­ustu krónu vel varið, sem fer til að tryggja að (Joly) hafi þá starfsaðstöðu sem hún tel­ur sig þurfa," sagði Jó­hanna þegar hún svaraði fyr­ir­spurn Stein­unn­ar Val­dís­ar Óskars­dótt­ir, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um málið.

„Ég get tekið und­ir allt sem fram hef­ur komið hjá Evu Joly og ég hef heyrt hana segja um það sem vant­ar á upp á starfsaðstöðu og að skipaðir verði sér­stak­ir sak­sókn­ar­ar þrír fyr­ir hvern þess­ara banka. Ég get líka tekið und­ir það sem hún seg­ir varðandi van­hæfi rík­is­sak­sókn­ara og á því verður að taka. Dóms­málaráðherra er að und­ir­búa frum­varp þannig að hægt sé að taka á því eins og Eva Joly ósk­ar eft­ir. Ég tel þetta vera grund­vall­ar­atriði," sagði Jó­hanna.

Hún sagði mjög mik­il­vægt að allt sé gert sem í valdi rík­is­stjórn­ar og Alþing­is stend­ur til að byggja upp traust á nýj­an leik meðal þjóðar­inn­ar, og hún hafi þá trú á þess­ari rann­sókn, að allt sé gert sem hægt er. „Ég full­vissa þing­heim um að svo verður gert af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar," sagði Jó­hanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert