Víkingaheimar opnuðu í gær

Víkingasafnið í Reykjanesbæ
Víkingasafnið í Reykjanesbæ

Víkingaheimar í Reykjanesbæ voru formlega opnaðir í dag. Til þeirra 
teljast sýningarskáli Íslendings sem Guðmundur Jónsson arkitekt 
hannaði og sýningin Víkingar Norður-Atlantshafsins sem sett er upp í 
samvinnu við Smithsonian-stofnunina í Bandaríkjunum.

Meðal sýningargripa eru vopn víkinga sem grafin voru upp í Svíþjóð og 
eru talin vera frá því í kringum árið 800. Vopnin eru fengin að láni 
frá Þjóðminjasafni Svíþjóðar. Einnig eru í sýningunni aðrir 
munir, svo sem grafsteinar frá svipuðum tíma og koma 
munirnir víða að m.a. frá Skandinavíu löndunum, Englandi, Færeyjum og 
Grænlandi.

Víkingaheimar verða opnir öllum, alla daga frá 11:00 til 18:00 og 
allar upplýsingar er hægt að fá á heimasíðunni Víkingaheimar.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert