Erill á Akureyri í nótt

Bíladagar hafa verið haldnir á Akureyri í mörg ár og …
Bíladagar hafa verið haldnir á Akureyri í mörg ár og oft margt um manninn. Skapti Hallgrímsson

Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt og í morgun en þar eru nú haldnir árlegir Bíladagar. Að sögn lögreglunnar gekk samt allt slysalaust fyrir sig en allar fangageymslur voru fullar í morgun. Mikið var um kvartanir vegna hávaða.


Tveir voru teknir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna og annar þeirra hafði auk þess verið sviptur ökuskírteini, einnig voru tveir grunaðir um ölvun undir stýri. Níu voru teknir fyrir of hraðan akstur. Varðstjóri hjá lögreglunni sagði oft erilsamt á Bíladögum en taldi þó ekki víst að um þátttakendur í þeim væri að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert