Jökulsárlón tekið við sem dýpsta vatn Íslands

Jökulsárlón er dýpsta vatn landsins.
Jökulsárlón er dýpsta vatn landsins. mbl.is/Ómar

Eft­ir fram­hlaup Breiðamerk­ur­jök­uls, þar sem allt að 600-700 metr­ar hafa brotnað úr hon­um á köfl­um, er Jök­uls­ár­lón orðið dýpsta vatn Íslands. Ein­ar B. Ein­ars­son, eig­andi ferðaþjón­ust­unn­ar Jök­uls­ár­lóns, komst ný­verið lengra inn að jökl­in­um en áður og dýpt­ar­mældi við hinn nýja jaðar. Reynd­ust vera 284 metr­ar niður á botn.

Hingað til hef­ur Öskju­vatn tal­ist dýpst, 217 metr­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stof­unni hafa mæl­ing­ar á jökl­in­um áður gefið til kynna að hann nái svona djúpt en eft­ir fram­hlaup er vatnið dýpra en áður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert