Jökulsárlón tekið við sem dýpsta vatn Íslands

Jökulsárlón er dýpsta vatn landsins.
Jökulsárlón er dýpsta vatn landsins. mbl.is/Ómar

Eftir framhlaup Breiðamerkurjökuls, þar sem allt að 600-700 metrar hafa brotnað úr honum á köflum, er Jökulsárlón orðið dýpsta vatn Íslands. Einar B. Einarsson, eigandi ferðaþjónustunnar Jökulsárlóns, komst nýverið lengra inn að jöklinum en áður og dýptarmældi við hinn nýja jaðar. Reyndust vera 284 metrar niður á botn.

Hingað til hefur Öskjuvatn talist dýpst, 217 metrar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hafa mælingar á jöklinum áður gefið til kynna að hann nái svona djúpt en eftir framhlaup er vatnið dýpra en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert