Mótmæla sölu á hlut í HS Orku

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Ugla – ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum mótmæla sölu Reykjanesbæjar á hlut sínum í HS Orku til Geysis Green Energy. Með sölunni stefnir í það að GGE og kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy eignist nær allan hlut í HS Orku og orkuframleiðslu á Suðurnesjum. Ugla telur að það þjóni ekki hagsmunum íbúa og fyrirtækja á Suðurnesjum, að því er segir í ályktun frá Uglu.

„Suðurnesjamenn byggðu upp Hitaveitu Suðurnesja og hafa á liðnum áratugum notið góðs af starfsemi fyrirtækisins og það hefur gegnt mikilvægu hlutverki í samfélaginu á Suðurnesjum. En nú hefur fyrirtækinu verið skipt niður og hlutarnir seldir til einkaaðila án þess að nauðsynleg umræða hafi átt sér stað um þau viðskipti. Ríki og sveitarfélög hafa á síðustu árum verið að hringla með eignarhald fyrirtækisins og ljóst er að þær aðgerðir hafa ekki gefist vel og hætt við að samfélagið verði fyrir miklu tjóni vegna þess til langs tíma litið.

Ugla lýsir yfir áhyggjum af því að enn lifi hugmyndafræði einkavæðingar góðu lífi í Reykjanesbæ.  Einkaaðilum eru afhendar eignir sveitarfélagsins fyrir smánarlegar upphæðir auk þess sem nýting á auðlindum þjóðarinnar færast í hendur erlendra fyrirtækja. Og allt er þetta í boði Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka