Blásið í jarðgöng

00:00
00:00

Áki Ásgeirs­son tón­skáld hef­ur unnið tón­verk sem spilað er á sér­hönnuð blást­urs­hljóðfæri sem flest­um hljóðfæra­leik­ur­um þættu trú­leg­ast frem­ur ómeðfæri­leg, nefni­lega öll helstu jarðgöng lands­ins. Hljóm­sveit­in er dreifð hring­inn í kring­um landið en áhorf­end­ur eru á Hofs­jökli.

Í Les­bók Morg­un­blaðsins, nú á laug­ar­dag­inn, er að finna upp­drátt að verki Áka um leið og grein er gerð fyr­ir ferli hans og aðkomu að jaðar­tón­list­ar­senu Íslands.

Í gegn­um fé­lags­sam­tök­in S.L.Á.T.U.R. hafa Áki og fleiri kannað hinstu mörk og mögu­leika tón­list­ar­inn­ar og auk þess reif­ar Áki hug­mynd­ir sín­ar um stöðu tón­list­ar í dag. Þar tek­ur hann m.a. fyr­ir
Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ina (sem er nokk­urs kon­ar vél eða safn að hans mati) og há- og lág­menn­ingu en allt tal um slíkt er á villi­göt­um að hans mati.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert