Blásið í jarðgöng

Áki Ásgeirsson tónskáld hefur unnið tónverk sem spilað er á sérhönnuð blásturshljóðfæri sem flestum hljóðfæraleikurum þættu trúlegast fremur ómeðfærileg, nefnilega öll helstu jarðgöng landsins. Hljómsveitin er dreifð hringinn í kringum landið en áhorfendur eru á Hofsjökli.

Í Lesbók Morgunblaðsins, nú á laugardaginn, er að finna uppdrátt að verki Áka um leið og grein er gerð fyrir ferli hans og aðkomu að jaðartónlistarsenu Íslands.

Í gegnum félagssamtökin S.L.Á.T.U.R. hafa Áki og fleiri kannað hinstu mörk og möguleika tónlistarinnar og auk þess reifar Áki hugmyndir sínar um stöðu tónlistar í dag. Þar tekur hann m.a. fyrir
Sinfóníuhljómsveitina (sem er nokkurs konar vél eða safn að hans mati) og há- og lágmenningu en allt tal um slíkt er á villigötum að hans mati.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert