Sykurskattur víkur fyrir matarskatti

Reikna má með því að algengt verð á 500 gr. kaffipakka muni hækka úr 498 kr. í 533 kr úti í búð þegar vörugjöldin taka gildi þann 1. september, skattbreytingin sem upphaflega hét sykurskattur.

Ekki er þó hægt að segja að mikinn sykur sé að finna í kaffipakka, enda virðist upphaflegt sjónarmið skattabreytinganna ekki lengur ráða för.

Tillaga heilbrigðisráðherra um sykurskatt sem settur væri fram „af heilsufarsástæðum og í fullu samræmi við óskir Lýðheilsustöðvar“ tók miklum breytingum í meðförum efnahags- og skattanefndar.

Í mars 2007 voru vörugjöld afnumin af flestum matvælum til að stuðla að lækkuðu matvælaverði. Þær breytingar sem verða á skattinum nú fela í sér að þessi vörugjöld verða nú tekin upp aftur, og það tvöfalt hærri en þau voru áður.

Þetta þýðir m.a. að innflutt te mun nú fá á sig 70 kr vörugjald, en þegar það var fellt niður 2007 var vörugjald á te 35 kr. Niðursoðnar matvörur, s.s. ananas og maís, fá nú á sig 24 kr vörugjald pr. kg. en það var 10 kr. árið 2007.

„Þetta kemur manni alveg í opna skjöldu,“ segir Haraldur R. Jónsson framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Innnes ehf. „Þetta kemur náttúrulega ekki til með að lenda í neinu öðru en auknum álögum á almenning með því að veltast út í verðlagið. Allt í einu er tannverndarskatturinn bara orðinn að matarskatti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert