Annríki lögreglu á Humarhátíð

Frá Höfn í Hornafirði. Hafnarkirkja.
Frá Höfn í Hornafirði. Hafnarkirkja. Sigurður Ægisson

Mikið annríki var hjá lögreglunni á Höfn í Hornafirði í nótt, en þar stendur nú yfir hin árlega Humarhátíð sem jafnan nýtur mikilla vinsælda og laðar að fjölmarga gesti.Í nótt var mikil ölvun og töluverður fólksfjöldi á svæðinu og komu tvær líkamsárásir til kasta lögreglu.

Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ölvuðu fólki í sundlaug utan opnunartíma uak þess sem tilkynnt var um tvö skemmdarverk og þjófnaði í morgun, en rannsókn þeirra mála gengur vel.

Þrátt fyrir þetta hefur hátíðin gengið prýðilega fyrir sig að sögn lögreglu og virðast allflestir þeirra sem lagt hafa leið sína til Hafnar þangað komnir til að skemmta sér með heimamönnum enda dagskráin fjölbreytt og metnaðarfull eins og ævinlega. 

Lögreglan segir sorglegt til þess að hugsa að í svo góðum hópi fólks þurfi að finnast einstaklingar sem ekki una sér með öðru fólki og finnst sjálfsagt að valda tjóni og leiðindum hvar sem þeir koma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert