Valtýr hefur nóg að gera

Valtýr Sigurðsson.
Valtýr Sigurðsson. mbl.is/Ómar

„Þetta er allt í eðlilegum farvegi og ég er löngu búinn að segja mig frá þeim málum sem eiga að heyra undir embætti sérstaks saksóknara,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari.

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, skoraði í gær í við tali við RÚV á hann að segja starfi sínu lausu vegna vanhæfis í málefnum bankahrunsins. Hún spurði líka hvaða störfum hann ætti að sinna þar sem hann væri vanhæfur í málum sem tækju mestan kraft ákæruvaldsins á næstu árum.

„Mér sýnist þetta snúast um að hún hafi áhyggjur af því að ég hafi ekki nóg að gera, en þetta embætti hefur verið til í tæp 50 ár og það hefur haft ærin verkefni til þessa dags.

Þetta embætti fer með öll stærstu sakamál í landinu, nauðganir, manndrápsmál og meiriháttar fíkniefnamál. Það er ekki hennar hlutverk að tala niður til starfsfólks þessa embættis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka