Valtýr hefur nóg að gera

Valtýr Sigurðsson.
Valtýr Sigurðsson. mbl.is/Ómar

„Þetta er allt í eðli­leg­um far­vegi og ég er löngu bú­inn að segja mig frá þeim mál­um sem eiga að heyra und­ir embætti sér­staks sak­sókn­ara,“ seg­ir Valtýr Sig­urðsson rík­is­sak­sókn­ari.

Eva Joly, ráðgjafi sér­staks sak­sókn­ara, skoraði í gær í við tali við RÚV á hann að segja starfi sínu lausu vegna van­hæf­is í mál­efn­um banka­hruns­ins. Hún spurði líka hvaða störf­um hann ætti að sinna þar sem hann væri van­hæf­ur í mál­um sem tækju mest­an kraft ákæru­valds­ins á næstu árum.

„Mér sýn­ist þetta snú­ast um að hún hafi áhyggj­ur af því að ég hafi ekki nóg að gera, en þetta embætti hef­ur verið til í tæp 50 ár og það hef­ur haft ærin verk­efni til þessa dags.

Þetta embætti fer með öll stærstu saka­mál í land­inu, nauðgan­ir, mann­dráps­mál og meiri­hátt­ar fíkni­efna­mál. Það er ekki henn­ar hlut­verk að tala niður til starfs­fólks þessa embætt­is.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert