Virði HS Orku meira en Geysir Green mun borga

mbl.is

Virði HS Orku er 41,3 milljarðar króna samkvæmt verðmati ráðgjafafyrirtækisins Arctica Finance sem er dagsett 12. desember 2008. Miðað við það ætti virði 34,7 prósenta hlutar Reykjanesbæjar í fyrirtækinu að vera um 14,3 milljarðar króna.

Bærinn hefur hins vegar samþykkt að selja hlutinn til Geysis Green Energy (GGE) fyrir 13,1 milljarð króna. Um 2,5 milljarðar króna af þeirri upphæð greiðast með reiðufé en restin greiðist með skuldabréfi til sjö ára (6,3 milljarðar króna) og framsali á 32 prósenta hlut GGE í HS Veitum (4,3 milljarðar króna).

Virði skuldabréfsins er miðað við að heimsmarkaðsverð á áli verði 2.700 dalir á tonn árið 2016, en það er rúmlega 1.600 dalir í dag. Því gæti það lækkað töluvert.

Þá segir verðmat Arctica Finance að heildarvirði HS Veitna sé um 4,9 milljarðar króna. Samkvæmt því mati ætti sá þriðjungshlutur sem Reykjanesbær fær framseldan á 4,3 milljarða króna að vera rúmlega 1,5 milljarða króna virði. Miðað við það mat er Reykjanesbær að greiða um 2,8 milljörðum króna of mikið fyrir hlutinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert