Skilar 10 milljörðum

Frá íbúafundinum í Reykjanesbæ í gær
Frá íbúafundinum í Reykjanesbæ í gær Víkurfréttir

Fyr­ir­hugaðar fjár­fest­ing­ar og sala Reykja­nes­bæj­ar á eign­ar­hlut­um í orku- og veitu­fyr­ir­tækj­um hafa já­kvæð áhrif á rekst­ur og efna­hag bæj­ar­ins. Á ár­inu 2009 eru áhrif­in tal­in já­kvæð um yfir 10 millj­arða en veru­lega minni eft­ir það. Kem­ur þetta fram í um­sögn Guðmund­ar Kjart­ans­son­ar, end­ur­skoðanda Reykja­nes­bæj­ar, um samn­ing­ana við Geysi Green Energy sem lagðir verða fram á fundi bæj­ar­stjórn­ar í dag þegar samn­ing­arn­ir verða tekn­ir til umræðu og vænt­an­lega einnig af­greiðslu.

Böðvar Jóns­son, formaður bæj­ar­ráðs, sagði frá þessu áliti á íbúa­fundi sem bæj­ar­stjóri efndi til í gær­kvöldi. Guðbrand­ur Ein­ars­son, odd­viti minni­hlut­ans í bæj­ar­stjórn, sagði að sá flýt­ir sem verið hefði á mál­inu væri illskilj­an­leg­ur og vekti tor­tryggni. Hann lýsti mis­mun í verðmati og sagði að allt of miklu munaði til að hægt væri að láta eins og ekk­ert væri. Hann sagði nauðsyn­legt að láta end­ur­meta verðmæti fyr­ir­tækj­anna, miðað við aðstæður í dag og sagði síðar í fram­sögu sinni að gera þyrfti sjálf­stætt mat á verðmæti hvors fyr­ir­tæk­is fyr­ir sig, það er HS orku og HS veit­um. Guðbrand­ur sagðist ekki geta full­yrt nú hvort það þjónaði hags­mun­um bæj­ar­ins að gera ein­hverj­ar breyt­ing­ar á eign­ar­haldi orku­fyr­ir­tækj­anna en það þyrfti að gera rétt og heiðarlega.

Árni Sig­fús­son bæj­ar­stjóri sagði að við samn­ing­ana hefði verið stuðst við verðmat sem Capacent gerði fyr­ir HS orku á síðasta ári, fyr­ir hrunið. Sagðist hann stolt­ur af að geta haldið í við það mat, miðað við það sem síðan hefði á gengið. Það væri ekki í þágu Reykja­nes­bæj­ar að gera nýtt verðmat. „Þetta er góður samn­ing­ur, fyr­ir þá sem vilja eiga HS veit­ur,“ sagði Árni og bætti því við ekki væri víst að all­ir í saln­um vildu eiga það fyr­ir­tæki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert