Ekki komin niðurstaða

Sirtaki siglir út Eskifjörð
Sirtaki siglir út Eskifjörð mbl.is/Helgi Garðarsson

 Dóm­ari í Héraðsdómi Reykja­vík­ur hef­ur ekki enn úr­sk­urðað hvort frá­vís­un­ar­krafa lög­fræðings meints höfuðpaurs í Papeyj­ar­mál­inu nái fram að ganga. Málið var á dag­skrá héraðsdóms í morg­un. Ekki eru til eldri dóm­ar sem hægt er að vísa í og því get­ur niðurstaðan orðið for­dæm­is­gef­andi. Hinn meinti höfuðpaur var sá eini af þeim sem ákærður er í mál­inu sem mætti í dómssal­inn í dag. Hann nýtti sér ekki rétt til þess að taka til máls í morg­un. 

Sak­sókn­ari tel­ur að það séu al­manna­hags­mun­ir að maður­inn verði dæmd­ur á Íslandi og vís­ar til 7. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga þar sem ætl­un­in hafi verið að dreifa fíkni­efn­un­um á Íslandi. 

Aðalmeðferðinni  í hinu svo­nefnda Papeyj­ar­máli, sem fara átti fram fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í gær, var óvænt frestað þegar lög­fræðing­ur meints höfuðpaurs fór fram á frá­vís­un máls­ins þar sem dóm­stóll­inn hafi ekki refsi­lög­sögu yfir skjól­stæðingi hans sem er hol­lensk­ur. Lög­regl­an lagði sem kunn­ugt er hald á rúm­lega 100 kíló af fíkni­efn­um á Aust­ur­landi í apríl sl. Um er að ræða am­feta­mín, marijú­ana, hass og e-töfl­ur. Talið er að fíkni­efn­in hafi verið flutt hingað með seglskút­unni Sir­taki, en för skút­unn­ar var stöðvuð djúpt út af SA-landi eft­ir mikla eft­ir­för.

Í grein­ar­gerð Ólafs Arn­ar Svans­son­ar, hrl. og lög­manns Hol­lend­ings­ins, er á það bent að refsi­lög­saga geti byggst á grund­velli ým­ist landsvæðis, þjóðern­is, ör­ygg­is­sjón­ar­miða, alls­herj­ar­lög­sögu eða þjóðern­is fórn­ar­lambs. Að mati Ólafs nær ekk­ert þess­ara fimm atriða til skjól­stæðings hans, m.a. þar sem hann sé hol­lensk­ur rík­is­borg­ari og hafi aldrei verið bú­sett­ur á Íslandi.

„Regl­ur þjóðarrétt­ar leiða ein­vörðungu til þess að réttað verði yfir hon­um í slíku máli annaðhvort í Belg­íu, á grund­velli reglna um lög­sögu fána­rík­is [en Hol­lend­ing­ur­inn sigldi und­ir fána belg­íska rík­is­ins þegar hann var hand­tek­inn], eða í Hollandi, á grund­velli reglna þjóðarrétt­ar um þjóðerni,“ seg­ir m.a. í grein­ar­gerðinni. Á það er bent að sam­kvæmt Haf­rétt­ar­samn­ingi SÞ hafi sú skylda hvílt á ís­lenska rík­inu að leita samþykk­is fána­rík­is áður en gripið er til aðgerða gegn skip­um sem grunuð eru um að flytja ólög­lega fíkni­efni á haf­inu, en slíkt samþykki lá ekki fyr­ir þegar för Hol­lend­ings­ins var stöðvuð. Ólaf­ur ger­ir jafn­framt at­huga­semd við hand­tök­una og tel­ur hana með öllu ólög­mæta þar sem hún hafi farið fram utan land­helgi Íslands í kjöl­far ólög­mætr­ar óslit­inn­ar eft­ir­far­ar.

Ef dóm­ari samþykk­ir frá­vís­un­ar­kröf­una hef­ur sak­sókn­ari heim­ild til þess að kæra ákvörðun dóm­ara til Hæsta­rétt­ar. Ef dóm­ari hins veg­ar fellst ekki á frá­vís­un­ar­kröf­una þá mun aðalmeðferð í mál­inu vænt­an­lega fara fram í byrj­un næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka