Starfshópur utanríkismálanefndar um Evrópumál

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar og Árni Þór Sigurðsson, þingmaður …
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar og Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG. mbl.is/Ómar

Utanríkismálanefnd Alþingis hefur skipað sérstakan starfshóp um Evrópumál í samræmi við nefndarálit meiri hluta nefndarinnar um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Starfshópnum, sem skipaður er einum fulltrúa hvers stjórnmálaflokks, er ætlað að funda reglubundið með utanríkisráðherra og samninganefnd Íslands auk þess að sitja í samráðshópi ríkisstjórnarinnar og hagsmunaaðila.

Eftirfarandi þingmenn í utanríkismálanefnd voru skipaðir í starfshópinn:

  • Árni Þór Sigurðsson (VG) formaður - Guðfríður Lilja Grétarsdóttir til vara
  • Birgitta Jónsdóttir (Bhr) - Margrét Tryggvadóttir til vara
  • Bjarni Benediktsson (D) - Þorgerður K. Gunnarsdóttir til vara
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B) - Gunnar Bragi Sveinsson til vara
  • Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) - Valgerður Bjarnadóttir til vara
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert