Frávísunarkröfu hafnað

Fíkniefnum var smyglað með belgísku skútunni Sirtaki.
Fíkniefnum var smyglað með belgísku skútunni Sirtaki. mbl.is/Árni Sæberg

Frá­vís­un­ar­kröfu meints höfuðpaurs í hinu svo­nefnda Papeyj­ar­máli var hafnað í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Verj­andi manns­ins fór fram á frá­vís­un máls­ins þar sem dóm­stóll­inn hafi ekki refsi­lög­sögu yfir skjól­stæðingi hans sem er hol­lensk­ur. Hann fær ekki að kæra úr­sk­urðinn til Hæsta­rétt­ar og fer aðalmeðferð fram á mánu­dag.

Hefði kraf­an verið tek­in til greina hefði ákæru­valdið mátt kæra úr­sk­urðinn til Hæsta­rétt­ar. Þar sem kröf­unni var hafnað tek­ur Hæstirétt­ur hana hins veg­ar ekki til meðferðar fyrr en málið hef­ur verið til lykta leitt í héraði, fari svo að mál­inu verði áfrýjað og kröf­unni verði áfram haldið uppi.

Í grein­ar­gerð Ólafs Arn­ar Svans­son­ar, hrl. og lög­manns Hol­lend­ings­ins, sem fylgdi kröf­unni var á það bent að refsi­lög­saga geti byggst á grund­velli ým­ist landsvæðis, þjóðern­is, ör­ygg­is­sjón­ar­miða, alls­herj­ar­lög­sögu eða þjóðern­is fórn­ar­lambs. Að mati Ólafs nær ekk­ert þess­ara fimm atriða til skjól­stæðings hans, m.a. þar sem hann sé hol­lensk­ur rík­is­borg­ari og hafi aldrei verið bú­sett­ur á Íslandi.

Málið snýr að hald­lagn­ingu lög­reglu á 100 kíló af fíkni­efn­um á Aust­ur­landi í apríl sl. Um var að ræða am­feta­mín, marijú­ana, hass og e-töfl­ur. Talið er að fíkni­efn­in hafi verið flutt hingað með seglskút­unni Sir­taki, en för skút­unn­ar var stöðvuð djúpt út af SA-landi eft­ir mikla eft­ir­för.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka