Ušackas heimsótti Alþingi

Vygaudas Ušackas, utanríkisráðherra Litháen ásamt Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar …
Vygaudas Ušackas, utanríkisráðherra Litháen ásamt Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar Alþingis og Valgerði Bjarnadóttur, varaformanni nefndarinnar.

Ut­an­rík­is­ráðherra Lit­há­ens, hr. Vygaudas Ušackas, átti í morg­un fund með for­manni og vara­for­manni ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, Árna Þór Sig­urðssyni og Val­gerði Bjarna­dótt­ur, í Alþing­is­hús­inu.

Á fund­in­um greindi Ušackas meðal ann­ars frá stuðningi lit­háískra stjórn­valda við aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu sem und­ir­strikaður var með sér­stakri álykt­un þings Lit­há­en sem samþykkt var 23. júlí. í álykt­un­inni er skorað á þjóðþing og rík­is­stjórn­ir Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna að styðja aðild­ar­um­sókn Íslands.

Þá gerði Ušackas einnig grein fyr­ir því hvernig Lit­há­en hefði staðið að aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið á sín­um tíma. Að fundi lokn­um skoðaði ráðherr­ann Alþing­is­húsið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert