Aðalmeðferð í Papeyjarmálinu

Aðalmeðferð í svonefndu Papeyjarmáli stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir hádegi gáfu þeir sem ákærðir eru í málinu skýrslur fyrir dómara en eftir hádegi verða vitnaleiðslur í málinu. Aðalmeðferð málsins hófst klukkan 9:15 í morgun og er áætlað að henni ljúki í dag um klukkan 16. Aðalmeðferðin tafðist um viku vegna frávísunarkröfu meints höfuðpaurs í málinu.

Frávísunarkröfu meints höfuðpaurs í hinu svonefnda Papeyjarmáli var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Verjandi mannsins fór fram á frávísun málsins þar sem dómstóllinn hefði ekki refsilögsögu yfir skjólstæðingi hans sem er hollenskur.

Eins og fram hefur komið lagði lögreglan hald á rúmlega 100 kíló af fíkniefnum á Austurlandi í apríl. Talið er að fíkniefnin hafi verið flutt hingað með seglskútunni Sirtaki. För skútunnar var stöðvuð djúpt út af SA-landi eftir mikla eftirför.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka