Aðalmeðferð í Papeyjarmálinu

Aðalmeðferð í svo­nefndu Papeyj­ar­máli stend­ur nú yfir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Fyr­ir há­degi gáfu þeir sem ákærðir eru í mál­inu skýrsl­ur fyr­ir dóm­ara en eft­ir há­degi verða vitna­leiðslur í mál­inu. Aðalmeðferð máls­ins hófst klukk­an 9:15 í morg­un og er áætlað að henni ljúki í dag um klukk­an 16. Aðalmeðferðin tafðist um viku vegna frá­vís­un­ar­kröfu meints höfuðpaurs í mál­inu.

Frá­vís­un­ar­kröfu meints höfuðpaurs í hinu svo­nefnda Papeyj­ar­máli var hafnað í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í síðustu viku. Verj­andi manns­ins fór fram á frá­vís­un máls­ins þar sem dóm­stóll­inn hefði ekki refsi­lög­sögu yfir skjól­stæðingi hans sem er hol­lensk­ur.

Eins og fram hef­ur komið lagði lög­regl­an hald á rúm­lega 100 kíló af fíkni­efn­um á Aust­ur­landi í apríl. Talið er að fíkni­efn­in hafi verið flutt hingað með seglskút­unni Sir­taki. För skút­unn­ar var stöðvuð djúpt út af SA-landi eft­ir mikla eft­ir­för.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka