Sneisafullt hefur verið í allar ferðir Herjólfs til Vestmanna eyja í dag. Þrjár ferðir voru farnar og rúmlega fimm hundruð manns í hverri. Þá er einnig nær fullt í ferðina á morgun, sem hefur varla nokkurn tímann gerst áður, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Herjólfs í Vestmannaeyjum.
Nóg pláss er hins vegar í nætursiglingunni sem fer kl.2 frá Þorlákshöfn, laust er fyrir 350 farþega. Mikið er um að fólk viti ekki af því að Herjólfur siglir í nótt.