Andlát: Hörður Barðdal

Hörður Barðdal
Hörður Barðdal mbl.is

Hörður Barðdal, end­ur­skoðandi og frum­kvöðull íþrótt­a­starfs fatlaðra á Íslandi, lést á Land­spít­al­an­um við Hring­braut 4. ág­úst sl., 63 ára að aldri. Hörður fædd­ist í Reykja­vík 22. maí árið 1946, son­ur Óla S. Barðdal, f. 1917, d. 1983, for­stjóra Segla­gerðar­inn­ar Ægis, og Sesselju Guðna­dótt­ur Barðdal, f. 1920, sem lif­ir son sinn.

Níu ára að aldri fékk Hörður löm­un­ar­veiki en lét það aldrei aftra sér í leik og starfi. Á ár­un­um 1965-1970 lék hann með KR í sund­knatt­leik ófatlaðra og varð nokkr­um sinn­um Íslands- og Reykja­vík­ur­meist­ari í þeirri grein. Einnig var hann um tíma sundþjálf­ari hjá KR.

Hörður sat í stjórn Íþrótta­sam­bands fatlaðra fyrstu árin, eða til 1986. Hann var einn af fyrstu kepp­end­um Íþrótta­fé­lags fatlaðra í Reykja­vík og keppti í sundi á Norður­landa­móti fatlaðra árin 1976 og 1977, þar sem hann vann til brons- og silf­ur­verðlauna. Var val­inn fyrsti íþróttamaður fatlaðra, árið 1977, en sund­ferl­in­um lauk hann á Ólymp­íu­leik­um fatlaðra í Hollandi árið 1980. Eft­ir það var hann oft í far­ar­stjórn á stór­mót­um, m.a. Vetr­arólymp­íu­leik­um fatlaðra í Lillehammer árið 1994, en Hörður var hvatamaður að stofn­un vetr­aríþrótt­a­starfs fatlaðra hér á landi. Þá var hann meðal stofn­enda Golf­sam­taka fatlaðra fyr­ir nokkr­um árum, í sam­starfi við Golf­sam­band Íslands, og formaður sam­tak­anna til dauðadags.

Hörður kvænt­ist Soffíu Krist­ínu Hjart­ar­dótt­ir árið 1980 en hún lést í nóv­em­ber árið 2007. Störfuðu þau lengi sam­an á end­ur­skoðun­ar­skrif­stofu föður Soffíu, Hjart­ar Pjet­urs­son­ar, en Hörður vann einnig við end­ur­skoðun fyr­ir Segla­gerðina Ægi og fleiri fyr­ir­tæki.

Hörður eignaðist þrjár dæt­ur með fyrri eig­in­konu sinni, Bergþóru Sig­ur­björns­dótt­ur, þær Jó­hönnu, Sesselju og Bergþóru Fann­eyju Barðdal. Stjúp­son­ur er Þórður Vil­berg Odds­son, son­ur Soffíu. Barna­börn­in eru níu tals­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert