Auglýst eftir saksóknurum

Eva Joly og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra.
Eva Joly og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Ómar Óskarsson

Dóms- og kirkju­málaráðuneytið hef­ur aug­lýst laus til um­sókn­ar embætti þriggja sjálf­stæðra sak­sókn­ara við embætti sér­staks sak­sókn­ara skv. lög­um um meðferð saka­mála er tóku gildi í dag. Sak­sókn­ar­arn­ir munu starfa skv. lög­um um embætti sér­staks sak­sókn­ara nr. 135/​2008 með síðari breyt­ing­um.

Um­sókn­ar­frest­ur renn­ur út þann 26. ág­úst nk. og er miðað við að skipað verði í stöðurn­ar eigi síðar en 1. októ­ber nk, að því er fram kem­ur á vef dóms­málaráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka