Settur ríkissaksóknari í málum sérstaks saksóknara.

Sigurður Tómas Magnússon saksóknari og Björn L. Bergsson en Björn …
Sigurður Tómas Magnússon saksóknari og Björn L. Bergsson en Björn var ráðgjafi Sigurðar í Baugsmálinu mbl.is/G.Rúnar

Ragna Árna­dótt­ir dóms- og kirkju­málaráðherra hef­ur í dag sett Björn L. Bergs­son hrl. til að fara með hlut­verk og vald­heim­ild­ir rík­is­sak­sókn­ara gagn­vart embætti sér­staks sak­sókn­ara, sam­an­ber lög um meðferð saka­mála sem tóku gildi í dag.

Gegn­ir Björn því embætti rík­is­sak­sókn­ara í öll­um mál­um sem sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur til meðferðar. Er Björn sett­ur til 1. júní 2010, en Valtýr Sig­urðsson rík­is­sak­sókn­ari hef­ur sagt sig frá þess­um mála­flokki til þess tíma, svo sem fyrr hef­ur verið greint frá.

Björn L. Bergs­son hrl. er fædd­ur 4. mars 1964 og lauk laga­prófi frá HÍ árið 1990. Hann hlaut héraðsdóms­rétt­indi árið 1992 og varð hæsta­rétt­ar­lögmaður árið 1999. Hann starfaði sem full­trúi á Lög­fræðiskrif­stofu Guðjóns Ármanns Jóns­son­ar hdl. 1990–1993. Hann var full­trúi á Lög­manns­stofu Arn­mund­ar Backm­an hrl. 1993–1995 en er nú einn eig­enda Mandat lög­manns­stofu.

Björn var um ára­bil einn lög­manna Neyðar­mót­töku vegna nauðgana. Hann er stunda­kenn­ari við laga­deild Há­skól­ans í Reykja­vík á sviði op­in­bers réttar­fars. Þá var hann ráðgjafi setts rík­is­sak­sókn­ara í svo­nefndu Baugs­máli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert