Birnir yfir Íslandi

Rússnesk TU-95
Rússnesk TU-95

Síðastliðinn miðvikudag komu tvær rússneskar TU-95 sprengjuflugvélar, svokallaðir Birnir, inn í íslenskt loftrýmiseftirlitssvæði að því fram kemur á vef Varnarmálastofnunar. Vélarnar komu inn á svæðið norðaustur af landinu. Flugu í suður milli Íslands og Færeyja og komu næst landi í um 50 sjómílna fjarlægð út frá Austurlandi.

Vélarnar flugu út úr sjónsviði ratsjárkerfanna hér á landi u.þ.b. 250 sjómílur suðaustur af landinu. Fylgst verður áfram með vélunum í kerfum Atlantshafsbandalagsins (NATO).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka