Fleiri tilboð bárust

HS ORKA
HS ORKA mbl.is

„ÞAÐ bár­ust fleiri til­boð en frá Magma Energy í hlut Orku­veitu Reykja­vík­ur í HS Orku. Fjöldi aðila sýndi mál­inu áhuga og sendi okk­ur til­boð. Fé­lagið Magma var hins veg­ar búið að kaupa hlut áður í HS Orku og hafði farið mjög ná­kvæm­lega yfir verðmæti fyr­ir­tæk­is­ins. Stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur skoðaði öll til­boðin og ákvað að lok­um að ganga til viðræðna við Magma Energy um kaup á hlutn­um. Þannig standa mál­in í dag,“ seg­ir Hjör­leif­ur B. Kvar­an, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Hann kveðst bund­inn trúnaði hvaðan önn­ur til­boð bár­ust í hlut Orku­veit­unn­ar en ljóst þykir að þau hafa komið frá út­lönd­um.

Orku­veita Reykja­vík­ur keypti tæp­lega 17% hlut í HS Orku um mitt ár 2007 og skuld­batt sig jafn­framt til að kaupa rúm­lega 15% til viðbót­ar af Hafn­ar­fjarðarbæ. Um mitt ár í fyrra til­kynntu sam­keppn­is­yf­ir­völd að Orku­veit­unni væri ekki heim­ilt að eiga svo stór­an hlut í öðru orku­fyr­ir­tæki á sam­keppn­ismarkaði.

Þor­leif­ur Gunn­laugs­son, borg­ar­full­trúi VG í Reykja­vík og stjórn­ar­maður í Orku­veitu Reykja­vík­ur, tel­ur afar mik­il­vægt að fara að engu óðslega í þessu máli.

Þor­leif­ur seg­ir jafn­framt að Orku­veita Reykja­vík­ur muni tapa um­tals­verðu fé á sölu hlut­ar­ins. „Orku­veit­an keypti sinn hlut á geng­inu 7 á sín­um tíma en til­boð Magma hljóðar upp á 6,31 á hvern hlut. Mér reikn­ast svo til að Orku­veit­an muni því tapa 1,3 millj­örðum á kaup­un­um.“

Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri Geys­is Green Energy, seg­ir þetta „rétt og ekki rétt“. „Orku­veit­an keypti sinn hluta vissu­lega á geng­inu 7 og til­boð Magma hljóðar upp á 6,31. Gengið 7 var hins veg­ar í Hita­veitu Suður­nesja áður en hún var klof­in í tvö fé­lög. Hluta­fé var ekki skipt jafnt milli þess­ara fé­laga og þess vegna jafn­gild­ir gengið 6,31 í HS Orku geng­inu 7 í hinu sam­einaða fé­lagi. Þetta er sama tal­an og þess vegna tap­ar Orku­veit­an ekki á söl­unni.“

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins og stjórn­ar­maður í Orku­veitu Reykja­vík­ur, seg­ist hissa á mál­flutn­ingi VG í mál­inu. „Full­trúi VG greiddi at­kvæði gegn því að hlut­ur­inn yrði keypt­ur á sín­um tíma á fundi borg­ar­ráðs þann 2. ág­úst 2007. Nú kusu þeir á móti því að hlut­ur­inn yrði seld­ur.“

Hann seg­ir jafn­framt að stjórn Orku­veit­unn­ar sé ein­fald­lega að fram­fylgja lög­um í mál­inu. „Orku­veit­an get­ur þurft að greiða dag­sekt­ir fari hún ekki eft­ir úr­sk­urði sam­keppn­is­yf­ir­valda.“

Hann seg­ir það ekki Orku­veit­unn­ar að ákveða hvort HS Orka eigi að vera í eigu op­in­berra aðila eða einka­fyr­ir­tækja. „Ákvörðun um einka­væðingu var tek­in á allt öðrum víg­stöðvum. Við leituðum bara eft­ir besta til­boðinu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert