Tilbúinn að skoða málið

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Við erum auðvitað til­bú­in til að ræða við Orku­veitu Reykja­vík­ur og ég hef sagt að ef ríki og borg vilja líta á þetta mál í sam­ein­ingu þá sé al­veg sjálfsagt að gera það. Það stend­ur ekki á mér og okk­ur að skoða mál­in en hvað gæti komið út úr því verður tím­inn að leiða í ljós,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra.

Guðlaug­ur Gylfi Sverris­son, stjórn­ar­formaður Orku­veitu Reykja­vík­ur, óskaði í fyrra­kvöld eft­ir fundi með fjár­málaráðherra um hlut Orku­veit­unn­ar í HS-orku. Óskin barst í kjöl­far um­mæla ráðherra Vinstri grænna um að hlut­ur Orku­veit­unn­ar í HS-orku ætti að vera í al­manna­eigu. Fund­ur­inn fór fram síðdeg­is í gær.

„Hér eru mikl­ir og stór­ir hags­mun­ir í húfi og við hér í fjár­málaráðuneyt­inu ráðum ekki ein hvað verður gert. Það þyrfti auðvitað að vera póli­tísk­ur vilji til staðar til að finna lausn í þess­um efn­um ef slíkt kæmi upp á borðið í viðræðum rík­is og Orku­veit­unn­ar.“

Stein­grím­ur seg­ir að ef ríkið keypti hlut­inn væru ýms­ar leiðir mögu­leg­ar til að afla fjár­magns. „Fleiri aðilar gætu hugs­an­lega lagt fjár­magn í púkkið ef menn væru að hugsa um að tryggja hags­muni Íslands í þessu stóra máli.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert