Tilbúinn að skoða málið

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Við erum auðvitað tilbúin til að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur og ég hef sagt að ef ríki og borg vilja líta á þetta mál í sameiningu þá sé alveg sjálfsagt að gera það. Það stendur ekki á mér og okkur að skoða málin en hvað gæti komið út úr því verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, óskaði í fyrrakvöld eftir fundi með fjármálaráðherra um hlut Orkuveitunnar í HS-orku. Óskin barst í kjölfar ummæla ráðherra Vinstri grænna um að hlutur Orkuveitunnar í HS-orku ætti að vera í almannaeigu. Fundurinn fór fram síðdegis í gær.

„Hér eru miklir og stórir hagsmunir í húfi og við hér í fjármálaráðuneytinu ráðum ekki ein hvað verður gert. Það þyrfti auðvitað að vera pólitískur vilji til staðar til að finna lausn í þessum efnum ef slíkt kæmi upp á borðið í viðræðum ríkis og Orkuveitunnar.“

Steingrímur segir að ef ríkið keypti hlutinn væru ýmsar leiðir mögulegar til að afla fjármagns. „Fleiri aðilar gætu hugsanlega lagt fjármagn í púkkið ef menn væru að hugsa um að tryggja hagsmuni Íslands í þessu stóra máli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert