Á borgarafundi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Grindavík í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega áformum um varanlegt framsal á jarðvarmaauðlindum á Reykjanesi til Magma Energy og fyrirhugaðri einkavæðingu eins og það er orðað.
„Þjóðin er þegar skaðbrennd af ábyrgðarlausri frjálshyggju og einkavæðingu mörg undanfarin ár. Skorar fundurinn á ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að stöðva þessi áform þegar í stað," segir í ályktuninni.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur höfðu framsögu á fundinum.