Ríkið, borg og RARIK eignist hlut OR

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Fjár­málaráðuneytið leit­ar nú allra leiða til að tryggja op­in­bera eigu á eign­ar­hlut Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) í HS orku, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Meðal ann­ars hef­ur verið rætt um að Reykja­vík­ur­borg, ís­lenska ríkið og RARIK ohf. kaupi sam­an um 22 pró­sent af eign­ar­hlut Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) í HS orku.

Auk þess hef­ur verið rætt um að op­in­ber­ir aðilar nýti með ein­hverj­um hætti for­kaups­rétt sinn, í gegn­um OR, á þeim hlut í HS orku sem Reykja­nes­bær seldi Geysi Green Energy (GGE) og Magma Energy fyrr í sum­ar, en for­kaups­rétt­ur­inn renn­ur út 24. sept­em­ber. Málið verður að öll­um lík­ind­um rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag en þröng fjár­hags­staða hins op­in­bera flæk­ir það enn frek­ar.

 Guðlaug­ur Gylfi Sverris­son og Hjör­leif­ur Kvar­an, stjórn­ar­formaður og for­stjóri OR, gengu á fund Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra síðdeg­is á miðviku­dag ásamt Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, borg­ar­stjóra í Reykja­vík. Ekki hef­ur verið upp­lýst op­in­ber­lega um hvað var rætt á fund­in­um en heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að þar hafi verið rædd­ar mögu­leg­ar leiðir til að halda 32 pró­senta hlut OR og Hafn­ar­fjarðar í HS orku í op­in­berri eigu, en kanadíska jarðvarma­fyr­ir­tækið Magma Energy hef­ur lagt fram til­boð í hlut­inn.

Ein þeirra leiða sem skoðuð er í fjár­málaráðuneyt­inu er að OR haldi eft­ir tíu pró­senta hlut sín­um í HS orku, en OR má ekki eiga meira í fyr­ir­tæk­inu sam­kvæmt úr­sk­urði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá því í fyrra. Hin 22 pró­sent­in gætu þá mögu­lega orðið í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, stærsta eig­anda OR, ís­lenska rík­is­ins og RARIK ohf., sem er í op­in­berri eigu.

Vert er að taka fram að um hug­mynd­ir var að ræða en ekki til­lög­ur. Niðurstaða fund­ar­ins varð þó sú að óska eft­ir svar­fresti við til­boði Magma Energy til 31. ág­úst. Sá frest­ur fékkst í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert