Gunnar Hauksson látinn

Gunnar Hauksson.
Gunnar Hauksson.

Gunn­ar Hauks­son, for­stöðumaður Íþrótta­húss­ins Aust­ur­bergi, Selja­skóla og Kenn­ara­há­skól­ans, er lát­inn, 58 ára að aldri. Hann lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans.

Gunn­ar fædd­ist í Reykja­vík 1. fe­brú­ar 1951. For­eldr­ar hans voru Aðal­björg Sig­urðardótt­ir hús­móðir og Hauk­ur Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi versl­un­ar­stjóri í Ramma­gerðinni.

Gunn­ar út­skrifaðist frá versl­un­ar­deild Versl­un­ar­skóla Íslands og stundaði síðan versl­un­ar­nám í London í eitt ár. Er heim kom hóf hann af­greiðslu­störf hjá Silla og Valda. Hann var einnig versl­un­ar­stjóri Penn­ans á Lauga­vegi 178 í rúm tvö ár. Á ár­un­um 1975-1991 starfaði hann með föður sín­um í Ramma­gerðinni. Árið 1991 tók hann við Íþrótta­hús­inu Aust­ur­bergi og vann þar til dauðadags.

Gunn­ar starfaði í mörg ár fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og var formaður í stjórn Laug­ar­nes­hverf­is og síðar í Fella- og Hóla­hverfi. Hann var formaður Sjálf­stæðis­fé­lags­ins Varðar í tvö ár.

Gunn­ar var dygg­ur stuðnings­maður Íþrótta­fé­lags­ins Leikn­is í Breiðholti.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Gunn­ars er Jó­hanna Geirs­dótt­ir. Þau eiga þrjú upp­kom­in börn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka