Gunnar Hauksson látinn

Gunnar Hauksson.
Gunnar Hauksson.

Gunnar Hauksson, forstöðumaður Íþróttahússins Austurbergi, Seljaskóla og Kennaraháskólans, er látinn, 58 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans.

Gunnar fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1951. Foreldrar hans voru Aðalbjörg Sigurðardóttir húsmóðir og Haukur Gunnarsson, fyrrverandi verslunarstjóri í Rammagerðinni.

Gunnar útskrifaðist frá verslunardeild Verslunarskóla Íslands og stundaði síðan verslunarnám í London í eitt ár. Er heim kom hóf hann afgreiðslustörf hjá Silla og Valda. Hann var einnig verslunarstjóri Pennans á Laugavegi 178 í rúm tvö ár. Á árunum 1975-1991 starfaði hann með föður sínum í Rammagerðinni. Árið 1991 tók hann við Íþróttahúsinu Austurbergi og vann þar til dauðadags.

Gunnar starfaði í mörg ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var formaður í stjórn Laugarneshverfis og síðar í Fella- og Hólahverfi. Hann var formaður Sjálfstæðisfélagsins Varðar í tvö ár.

Gunnar var dyggur stuðningsmaður Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti.

Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Jóhanna Geirsdóttir. Þau eiga þrjú uppkomin börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert