Fréttaskýring: Lagabreytingar í fyrra rótin að deilum

HS Orka. Kaup Magma Energy á hlutafé í HS Orku …
HS Orka. Kaup Magma Energy á hlutafé í HS Orku hafa ekki verið til lykta leidd enn. Borgarráð og borgarstjórn eiga eftir aðs amþykkja ákvörðun OR. mbl.is/Ómar Óskarsson

Deilan um sölu á eignarhlutum í HS orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy er ekki síst hatrömm vegna þess að bakland stjórnarflokkanna tveggja hefur bókstaflega logað vegna málsins, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ríkisstjórnin ræddi málin ítarlega á vikulegum fundi sínum á þriðjudag, samkvæmt heimildum, og kom þar í ljós augljós meiningarmunur milli flokkanna.

Ef fram heldur sem horfir mun Magma verða eigandi milli 40 og 50 prósent hlutafjár í HS orku á móti Geysi Green Energy, sem nú er undir stjórn lánardrottna fyrrverandi eigenda félagsins, Íslandsbanka, Landsbankans og lífeyrissjóða.

Ágreining innan ríkisstjórnarflokkanna má rekja aftur til sumarmánaða síðasta árs, þegar lögum um auðlinda- og orkumál var breytt. Með þeim var rýmkað fyrir því að einkaaðilar gætu komið að orkuframleiðslu, en jafnframt tryggt að auðlindirnar sjálfar, sem virkjaðar eru, yrðu alltaf í opinberri eigu. Þá var hlutverk dreififyrirtækjanna skýrt og það lögfest að þau verði í opinberri meirihlutaeign.

Viðurkennir meiningarmun

Í reynd þýðir þetta að enginn getur eignast orkuauðlindir fólksins, og að enginn getur okrað í skjóli einokunar á brýnum nauðþurftum einsog ljósi og hita.“

Vinstri græn litu svo á, og gera enn eins og Ögmundur bendir á, að lögin geti leitt til þess að orkuauðlindirnar verði ekki nýttar í þágu almannahagsmuna heldur frekar í arðsemisrekstri einkafyrirtækja, innlendra sem erlendra. Allt bendir hins vegar til þess að HS orka verði fyrsta stóra orkuframleiðslufyrirtækið hér á landi sem verður að meirihluta í eigu einkaaðila.

Umdeild atriði

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka