Krefst heiðarleika af hálfu stjórnvalda

Bergur Elías Ágústsson.
Bergur Elías Ágústsson.

„Ég krefst þess að stjórnvöld komi heiðarlega fram við þá sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu með þeim og klári þær spurningar sem þar á að svara,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings og stjórnarformaður Þeistareykja ehf., um fréttir þess efnis að ríkisstjórnarflokkarnir vilji skoða aðra möguleika en álver á Bakka. <p>Viljayfirlýsing ríkisstjórnar Íslands, Norðurþings og Alcoa um rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa álver á Bakka við Húsavík rennur út 1. október nk. en forsvarsmenn Alcoa hafa áhuga á að endurnýja hana. <p> Að mati Bergs er það óviðunandi að framlengja ekki þá viljayfirlýsingu sérlega í ljósi þess að ríkisvaldið hafi seinkað verkefninu um heilt ár. Með þessu segist hann vísa til úrskurðar þáverandi umhverfisráðherra, frá miðju ári 2008, þess efnis að heildstætt mat skyldi fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. Bendir Bergur á að enn eigi eftir að svara lykilspurningum um nákvæmlega hversu mikla orku verði hægt að afhenda og hvenær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert