Gegn markmiðum Seðlabanka

Magnús Árni Skúla­son, sem sit­ur í bankaráði Seðlabanka Íslands fyr­ir hönd Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafði sam­band við stór­an hlut­hafa í stoðtækja­fram­leiðand­an­um Öss­uri og starfs­menn lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Acta­vis með það fyr­ir aug­um að benda þeim á heppi­leg­an viðskiptaaðila (miðlara) með gjald­eyri er­lend­is. Um er að ræða breska miðlara­fyr­ir­tækið Snyder, en stjórn­end­ur þess eru vin­ir Magnús­ar Árna.

Magnús Árni hafði sam­band við Acta­vis fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um til að bjóða þeim þjón­ustu Snyder, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Magnús lagði sig því fram um að koma á viðskipta­sam­bandi milli Snyder og Acta­vis og sat fundi milli fyr­ir­tækj­anna.

Bauð upp á miðlun og gjald­eyri­s­kaup

Full­trú­ar stærstu út­flutn­ings­fyr­ir­tækja á Íslandi, m.a. Öss­ur­ar og Acta­vis, voru boðaðir á sér­stak­an fund í Seðlabank­an­um í sum­ar. Um var að ræða þau fyr­ir­tæki sem njóta sér­stakr­ar und­anþágu frá gjald­eyr­is­höft­un­um en það eru fyr­ir­tæki sem eru með yfir 80 pró­sent af tekj­um sín­um í er­lendri mynt. Var þess farið vin­sam­lega á leit við þessi fyr­ir­tæki að þau létu af af­l­andsviðskipt­um með gjald­eyri, þó þau væru ekki ólög­leg, þar sem þau stríddu gegn mark­miðum regln­anna.

Magnús Árni Skúla­son vildi í gær ekk­ert láta hafa eft­ir sér um málið.

Í hnot­skurn


Magnús Árni Skúlason.
Magnús Árni Skúla­son.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert