Davíð og Haraldur ritstjórar

Óskar Magnússon gerir grein fyrir breytingum á Morgunblaðinu á starfsmannafundi …
Óskar Magnússon gerir grein fyrir breytingum á Morgunblaðinu á starfsmannafundi í dag. mbl.is/Jón Pétur

Óskar Magnús­son, út­gef­andi Morg­un­blaðsins, til­kynnti á starfs­manna­fundi hjá Árvakri nú síðdeg­is að Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og seðlabanka­stjóri, og Har­ald­ur Johann­essen, rit­stjóri Viðskipta­blaðsins, hefðu verið ráðnir rit­stjór­ar Morg­un­blaðsins.

Einnig kom fram hjá Óskari, að 30 starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins hefði verið sagt upp í dag.  Að auki renni nokkr­ir tíma­bundn­ir ráðning­ar­samn­ing­ar út fljót­lega og verði þeir ekki end­ur­nýjaðir. Sam­tals fækki því um tæp­lega 40 starfs­menn hjá Árvakri. Þessi fækk­un nær til allra deilda blaðsins en flest­ir hverfa af rit­stjórn­inni eða 19 af 104 sem þar hafa starfað að und­an­förnu.  Marg­ir þeirra, sem sagt var upp í dag, voru starfs­menn sem höfðu margra ára­tuga starfs­ald­ur.

Gert er ráð fyr­ir að þeir Davíð og Har­ald­ur mæti til starfa á morg­un. Óskar sagði að eig­end­ur blaðsins hefðu átt þann kost að reyna að halda sjó og þrauka á meðan ástandið í þjóðfé­lag­inu sé eins og það er. Ómögu­legt væri að segja hvernig það hefði tek­ist en ákvörðun um tvo rit­stjóra fæli í sér aðra aðferðafræði. Þess verði nú freistað að fá byr í segl­in og sigla gegn­um brim­g­arðinn. Í þeirri sigl­ingu væru þeir Davíð og Har­ald­ur afar hæf­ir, hvor á sinn hátt. 

Óskar sagði, að menn vissu vel að fjöl­miðlar Árvak­urs nytu óskoraðs trausts þjóðar­inn­ar og því trausti ætluðu þeir ekki að bregðast. „Við mun­um áfram flytja óhlut­dræg­ar, heiðarleg­ar og sann­gjarn­ar frétt­ir af öllu sem máli skipt­ir, eig­end­um Árvak­urs jafnt sem öðrum. Í þeim efn­um mun ekk­ert breyt­ast," sagði Óskar. Hann sagði á fund­in­um að  ekki væri gert ráð fyr­ir breyt­ing­um á frétta­stjórn Morg­un­blaðsins.

Fram kom hjá Óskari, að þeim aðgerðum, sem nú hafi verið gripið til, sé ætlað að koma rekstri Árvak­urs í jafn­vægi en erfiðleik­ar hefðu verið í rekstri fé­lags­ins und­an­far­in ár. Framund­an væri um­tals­verð bar­átta þar sem Árvak­ur muni hvergi gefa eft­ir. Á næst­unni verði meðal ann­ars gerð sú breyt­ing að sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins verði dreift á laug­ar­dags­morgni með laug­ar­dags­blaðinu.

Óskar sagði að sunnu­dags­blaðið verði áfram sjálf­stætt og efn­is­mikið blað með fersk­um og fjöl­breytt­um efnis­tök­um. Þá hefði einnig verið greint frá sam­starfi við Skjá 1 um frétta­út­send­ing­ar en með því feng­ist betri nýt­ing á því efni sem unnið er á rit­stjórn­inni án þess að stofnað sé til auk­ins kostnaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert