Eldtungur úr þaki Höfða

mbl.is/Júlíus

Umtalsverðar eldtungur standa nú upp úr þaki Höfða norðvestanverðu og reykurinn er að þykkna að sögn blaðamanns Morgunblaðsins á staðnum. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins er ekki sjáanlegur eldur innandyra heldur virðist hann vera milli þilja.

Mest logar úr norðvesturhorni hússins og reykurinn að þykkna. Slökkviliðið er með mikinn viðbúnað á staðnum.  Margir aðstoða við að bera muni út úr húsinu, þar á meðal Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, og fleiri borgarfulltrúar.

mbl.is/Júlíus
Slökkviliðs- og sjúkrabílar koma að Höfða skömmu eftir að eldsins …
Slökkviliðs- og sjúkrabílar koma að Höfða skömmu eftir að eldsins varð vart. mbl.is/Berghildur
mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka