Eldtungur úr þaki Höfða

mbl.is/Júlíus

Um­tals­verðar eld­tung­ur standa nú upp úr þaki Höfða norðvest­an­verðu og reyk­ur­inn er að þykkna að sögn blaðamanns Morg­un­blaðsins á staðnum. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins er ekki sjá­an­leg­ur eld­ur inn­an­dyra held­ur virðist hann vera milli þilja.

Mest log­ar úr norðvest­ur­horni húss­ins og reyk­ur­inn að þykkna. Slökkviliðið er með mik­inn viðbúnað á staðnum.  Marg­ir aðstoða við að bera muni út úr hús­inu, þar á meðal Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, borg­ar­stjóri, og fleiri borg­ar­full­trú­ar.

mbl.is/​Júlí­us
Slökkviliðs- og sjúkrabílar koma að Höfða skömmu eftir að eldsins …
Slökkviliðs- og sjúkra­bíl­ar koma að Höfða skömmu eft­ir að elds­ins varð vart. mbl.is/​Berg­hild­ur
mbl.is/​Júlí­us
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka