Eldur í Höfða

Reyk leggur frá Höfða. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent …
Reyk leggur frá Höfða. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á staðinn. mbl.is/Júlíus

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er komið að Höfða við Borgartún en að sögn sjónarvotts leggur mikinn reyk húsinu. Svo virðist sem eldurinn logi á efri hæð hússins. Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á staðinn.

100 ár eru nú liðin frá því að húsið Höfði var tekið í notkun. Í tilefni afmælisins var ákveðið að hafa húsið opið almenningi frá 24. september til og með sunnudagsins 27. september frá kl. 13-16. Jafnframt var opnuð sýning  þar sem rakin er í máli og myndum byggingarsaga hússins, sem og saga atburða og íbúa þar. Varnlegt skilti með upplýsingum um sögu þess hefur verið reist fyrir utan Höfða.

Húsið á sér merkilega sögu sem tengist samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir. Það var reist á Félagstúni fyrir franska konsúlinn, Jean Paul Brillouin, hannað í Austur -Noregi og flutt tilsniðið til Íslands. Í byggingunni má sjá áhrif frá júgendstíl, klassísku nýbarrokki og norskri þjóðernisrómantík. segir í frétt frá Reykjavíkurborg.












mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert