Slökkviliðsmenn telja sig hafa tekist að tryggja, að eldurinn, sem logar í risi Höfða, breiðist ekki út. Um tugur slökkviliðsmanna er á þaki hússins og hefur sagað á það gat til að komast að eldinum, sem nú hefur logað í tæpan klukkutíma.